Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 25  —  25. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um grunnatvinnuleysisbætur.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvers vegna hækkaði ráðherra grunnatvinnuleysisbætur um 2% með reglugerð nr. 1657/2021, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga, 29. desember 2021 en ekki um 4,6% eins og fram kom á bls. 134 í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 að yrði gert?
     2.      Hafði ráðherra samráð við aðra ráðherra í ríkisstjórn þegar hann ákvað að hækka grunnatvinnuleysisbætur minna en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2022?
     3.      Hversu mjög hafa grunnatvinnuleysisbætur rýrnað að raunvirði í ár, sundurliðað eftir mánuðum?
     4.      Hversu mjög munu grunnatvinnuleysisbætur rýrna að raunvirði til ársloka 2022 ef bæturnar verða ekki hækkaðar, sundurliðað eftir mánuðum?
     5.      Hvers vegna hækkaði ráðherra ekki grunnatvinnuleysisbætur um sömu prósentutölu og bætur almannatrygginga samhliða mótvægisaðgerðum vegna verðbólgu sem samþykktar voru á Alþingi 24. maí 2022?
     6.      Telur ráðherra að fólk á grunnatvinnuleysisbótum þoli betur verðhækkanir en hópar sem komið var til móts við með beinum hætti með áðurnefndum lögum?


Skriflegt svar óskast.