Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 388  —  276. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum til frístundaveiða.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


    Hver var úthlutun aflaheimilda skv. 5. mgr. 6. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, til skipa með leyfi til frístundaveiða, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2018/2019– 2020/2021? Óskað er eftir að í svarinu komi fram skráningarnúmer, einkennisstafir og nafn skips, eigandi, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur, úthlutað aflamark, aflamark sem flutt hefur verið frá skipinu, afli skips, magn úthlutaðs afla og nafn byggðarlags þar sem var landað. Aflatölur og aflamark taki til eftirtalinna tegunda: þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu. Allar tölur miðist við óslægt.


Skriflegt svar óskast.