Ferill 104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 491  —  104. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um bætur til þolenda ofbeldisglæpa.

     1.      Hver er árlegur fjöldi þeirra þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þús. kr. í ofbeldismálum og bæturnar því ekki tryggðar af ríkissjóði? Svar óskast fyrir síðastliðin tíu ár.
    Samkvæmt upplýsingum sem aflað var frá dómstólasýslunni eru í málaskrárkerfi héraðsdómstólanna skráð um 900 ofbeldismál þar sem bætur hafa verið dæmdar síðastliðin tíu ár. Er þar litið til eftirfarandi málaflokka:
          Brot í nánu sambandi.
          Líkamsárás – meiri háttar.
          Líkamsárás – minni háttar.
          Líkamsárás – sérlega hættuleg.
          Heimilisofbeldi.
          Hótun.
          Blygðunarsemisbrot.
          Kynferðisbrot önnur en nauðgun.
          Nauðgun.
          Tilraun til manndráps.
          Manndráp.
    Tölfræði um fjölda þolenda sem hafa verið dæmdar bætur undir 400.000 kr. síðastliðin tíu ár liggur ekki fyrir.

     2.      Hver yrði áætlaður kostnaður ríkissjóðs við að tryggja framangreindar bætur?
    Áætlaður kostnaður ríkissjóðs við að tryggja bætur undir 400.000 kr. liggur ekki fyrir. Upplýsingar um fjölda þolenda sem hafa verið dæmdar bætur undir 400.000 kr. er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að gera slíka áætlun en eins og fram kemur í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar liggja þær upplýsingar ekki fyrir.