Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 509  —  362. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðkomu Alþingis að sóttvarnaráðstöfunum í heimsfaraldri.

Frá Sigmari Guðmundssyni.


     1.      Er ráðherra sammála því mati starfshópsins, sem ráðherra skipaði 18. júní 2021 og falið var að skrifa drög að heildarlögum um sóttvarnir, að þær sóttvarnaráðstafanir sem hann setur með reglugerð, og ber ábyrgð á, séu ekki teknar á „vettvangi stjórnmálanna“, sbr. það sem segir í greinargerð draga að frumvarpi til laga um sóttvarnaaðgerðir sem kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda:„Enn fremur er það mat starfshópsins að með því að færa þessar ákvarðanir til Alþingis yrði alger eðlisbreyting á forsendum ákvarðana frá því að byggjast í grunninn á faglegum sjónarmiðum yfir á vettvang stjórnmálanna“?
     2.      Má samkvæmt þessu ætla að óæskilegt sé að pólitískir ráðherrar fjalli um málið á ríkisstjórnarfundum því þá séu ákvarðanir ekki lengur byggðar á „faglegum sjónarmiðum“?
     3.      Er ráðherra þeirrar skoðunar að þær ráðherranefndir sem stofnaðar hafa verið til að samræma viðbrögð við heimsfaraldrinum, þvert á ráðuneyti, séu ekki „vettvangur stjórnmálanna“?
     4.      Telur ráðherra að þeir alþingismenn, 51 talsins, sem ekki eru ráðherrar, séu síður hæfir til þess að taka tillit til „faglegra sjónarmiða“ við ákvarðanatöku en þeir 12 alþingismenn sem gegna ráðherradómi?
     5.      Mun ráðherra styðja hugmyndir þess efnis að Alþingi Íslendinga þurfi að staðfesta sóttvarnaráðstafanir sem gripið er til ef faraldur hefur dregist á langinn og þess sé gætt að vald ráðherra til að bregðast skjótt við yfirvofandi ógn, sé ekki skert?