Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 582  —  405. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um B-2-sprengiflugvélar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað felst að mati ráðuneytisins í hugtökunum útstöð og framvarðarstöð, eins og Bandaríkjaher skilgreinir Keflavíkurflugvöll fyrir B-2-sprengiflugvélar sínar, sbr. fréttatilkynningu bandaríska flughersins frá 29. ágúst 2019 og yfirlýsingu yfirmanns Whiteman-flugherstöðvarinnar frá 10. september 2021?
     2.      Á hvaða hátt breyttist hernaðarleg staða Keflavíkurflugvallar við það að hann var skilgreindur sem útstöð og framvarðarstöð fyrir slík loftför? Hvaða samskipti áttu sér stað á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda í aðdraganda þess?
     3.      Byggist viðvera og umsvif B-2-sprengiflugvéla hér á landi á sérstöku samkomulagi við íslensk stjórnvöld?
     4.      Telur ráðherra að skilgreining Keflavíkurflugvallar sem útstöðvar eða framvarðarstöðvar véla sem ætlaðar eru til beitingar kjarnorkuvopna samrýmist markmiðum þjóðaröryggisstefnu Íslands, sem tiltekur sérstaklega bann við slíkum vopnum hér á landi? Hvernig ganga stjórnvöld úr skugga um að slíkum vopnum sé ekki komið fyrir á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.