Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 640  —  446. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hver hefur þróunin verið frá árinu 2000 á afskiptum lögreglu af málum sem varða einvörðungu vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota, sbr. 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, svokallaðra neysluskammta?
     2.      Við hvaða magn ávana- og fíkniefna miðar lögregla í störfum sínum þegar kemur að vörslu neysluskammta?
     3.      Af hversu mörgum hafði lögregla afskipti á árunum 2010–2021 einvörðungu vegna vörslu neysluskammta, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hversu oft gerði lögregla neysluskammta upptæka á árunum 2010–2021, sundurliðað eftir árum og eftir því hvort upptaka var í tengslum við önnur afbrot eða einvörðungu fyrir brot á lögum vegna vörslu neysluskammta?
     5.      Hver voru viðurlög, sektir eða fangelsi, við vörslu neysluskammta fyrir fyrsta brot á árunum 2010–2021?
     6.      Hver voru viðurlög, sektir eða fangelsi, við vörslu neysluskammta fyrir ítrekuð brot á árunum 2010–2021?
     7.      Hversu margar færslur voru gerðar í sakaskrár einstaklinga vegna vörslu neysluskammta á árunum 2010–2021, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.