Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 692 —  479. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lögræðissvipta.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.

     1.      Hversu mörg hafa verið svipt lögræði á Íslandi síðastliðin 10 ár og hverjar eru ástæðurnar fyrir lögræðissviptingu þeirra? Svar óskast skipt eftir aldursbilum og til hversu margra ára að meðaltali sjálfræðissviptingin varir, sundurliðað eftir aldri þess sem var sviptur sjálfræði.
     2.      Hversu mörg þeirra sem hafa verið svipt lögræði síðastliðin 10 ár hafa á þeim tíma verið í þvingaðri lyfjagjöf?
     3.      Hver er dvalartími lögræðissviptra á lokuðum geðdeildum? Svar óskast um meðaldvalartíma, stysta dvalartíma og lengsta dvalartíma síðastliðin 10 ár?
     4.      Hversu mörg ótímabær dauðsföll hafa verið meðal lögræðissviptra síðastliðin 10 ár?


Skriflegt svar óskast.