Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 750  —  425. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um líkgeymslur.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvar eru staðsettar líkgeymslur á vegum sóknarnefnda og kirkjugarða og hver er rekstraraðili þess húsnæðis? Svar óskast sundurliðað.

    Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá kirkjugarðaráði vegna fyrirspurnarinnar og eru þau svör sem ráðuneytinu bárust sundurliðuð í eftirfarandi töflu. Svar kirkjugarðaráðs byggist meðal annars á upplýsingum sem fram koma í skýrslu sem kom út á vegum Kirkjugarðasambands Íslands árið 2013 og ber heitið: Fjármál kirkjugarða. Greining og tillögur. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um líkgeymslur og mál þeim tengd, auk þess sem þar er að finna skrá frá árinu 2008 yfir líkhús-/geymslur á nokkrum stöðum á landinu, sem kirkjugarðaráð hefur uppfært með hliðsjón af fyrirspurninni.

Líkgeymslur.

Staðsetning Rekstraraðili
Sérhúsnæði á vegum Ólafsvíkursóknar sóknarnefnd
Hólmavíkurkirkja sóknarnefnd
Kirkjugarður Akureyrar kirkjugarðsstjórn
Þórshafnarkirkja sóknarnefnd
Kirkjan á Höfn sóknarnefnd
Kirkjugarður Hafnarfjarðar kirkjugarðsstjórn
Fossvogskirkjugarður, Reykjavík kirkjugarðsstjórn