Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 762  —  534. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um úrskurði málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna.

Frá Helgu Þórðardóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við úrskurði málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-5/2021 þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri lagastoð fyrir því að krefjast rafrænnar undirritunar skuldabréfs vegna útborgunar námsláns eins og gert er í úthlutunarreglum sjóðsins?
     2.      Hvers vegna hefur fyrrnefndur úrskurður ekki verið birtur á vef sjóðsins eins og aðrir úrskurðir málskotsnefndar?
     3.      Hvernig er almennt staðið að birtingu úrskurða málskotsnefndar og hversu langur tími líður að jafnaði frá því að úrskurður liggur fyrir þar til hann birtist á vef sjóðsins?
     4.      Hversu mörgum ákvörðunum stjórnar Menntasjóðs námsmanna, áður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hefur verið vísað til málskotsnefndar frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2021, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hver var meðalmálsmeðferðartími umræddra mála, þ.e. frá því að kæra barst og þar til úrskurður lá fyrir, sundurliðað eftir árum, að undanskildum málum sem var vísað frá á þeim grundvelli að kæra barst eftir að kærufrestur rann út?
     6.      Hversu oft hefur Menntasjóður námsmanna eða eftir atvikum Lánasjóður íslenskra námsmanna höfðað dómsmál til að fá úrskurði málskotsnefndar hnekkt, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.