Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 976 —  617. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um vopnaflutninga til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.


     1.      Hversu margar umsóknir um flutning hergagna með íslenskum loftförum til Sádi-Arabíu hafa verið afgreiddar frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Hversu margar þeirra hafa verið samþykktar hvert ár?
    Engar umsóknir um leyfi til flutnings hergagna með íslenskum loftförum til Sádi-Arabíu hafa borist utanríkisráðuneytinu frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins .

     2.      Hversu margar umsóknir um flutning hergagna með íslenskum loftförum til Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa verið afgreiddar frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Hversu margar þeirra hafa verið samþykktar hvert ár?
    Ein umsókn um flutning hergagna með íslensku loftfari til Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur borist utanríkisráðuneytinu eftir að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins. Umsókninni var synjað á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

     3.      Hefur ráðuneytið fullvissu fyrir því að hergögn sem falla undir framangreindar leyfisveitingar hafi ekki ratað í hendur stríðandi aðila í Jemen?
    Engin leyfi hafa verið veitt sem falla undir þær leyfisveitingar sem spurst er fyrir um.

Ein og hálf klukkustund fór í að taka svarið saman.