Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1081  —  639. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um útburð úr íbúðarhúsnæði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu oft hefur komið til útburðar úr íbúðarhúsnæði árin 2000–2021 á grundvelli laga um aðför, nr. 90/1989? Svar óskast sundurliðað eftir árum, embættum sýslumanna og, eftir því sem unnt er, hvort um var að ræða leiguhúsnæði eða eigið húsnæði sem íbúar misstu yfirráð yfir?

    Eftirfarandi tölfræði var fengin frá hverju og einu embætti með handtalningu upp úr gerðabókum embættanna, þó að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu undanskildum þar sem tölfræðin var fengin með vélrænni talningu. Vegna fjölda mála og frágangs gagna reyndist því embætti ekki unnt að gefa upp fjölda mála lengra aftur í tímann en til og með 2015, þegar núverandi starfskerfi var tekið í notkun. Önnur embætti yfirfóru gerðabækur sínar og gáfu upp fjölda mála sem voru skráð með málalokin útburður yfir árin 2000–2021 og er tölfræðin sundurliðuð eftir árum og embættum sýslumanna. Í gerðabókum og starfskerfi sýslumanna er húsnæði hvorki flokkað eftir því hvort um sé að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði né leigu- eða eigið húsnæði en í þeim tilfellum sem hægt var að afla þeirra upplýsinga, hvort gerðarþoli hafi átt eða leigt húsnæðið, var það skráð. Í töflunni eru ekki birtar upplýsingar um heildarfjölda þeirra útburðarmála sem sýslumannsembættin voru með til meðferðar á umræddu tímabili, enda var fyrirspurnin afmörkuð við fjölda útburða.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.