Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1113  —  716. mál.




Skýrsla


félags- og vinnumarkaðsráðherra um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda.



    Skýrsla þessi um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda er lögð fram með þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022–2025, í ársbyrjun 2022 á 152. löggjafarþingi samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012. Markmið laganna er að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna og skal því m.a. náð með því að:
     a.      hagsmunir innflytjenda séu samþættir allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera,
     b.      stuðla að víðtæku samstarfi og samþættingu aðgerða og verkefna milli allra aðila sem koma að málefnum innflytjenda,
     c.      efla fræðslu og miðlun upplýsinga um málefni innflytjenda og samfélag án fordóma,
     d.      stuðla að og styðja við rannsóknir og þróunarverkefni í málefnum innflytjenda.
    Í 7. gr. laganna er kveðið á um að leggja skuli fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára í senn að fenginni umsögn annarra ráðuneyta, stofnana, Fjölmenningarseturs og innflytjendaráðs. Þar er tekið fram að verkefni áætlunarinnar skuli vera í takt við meginmarkmið laganna og að skýrsla ráðherra um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda skuli fylgja þingsályktunartillögunni. Skýrsla félags- og vinnumarkaðsráðherra um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda kemur nú út í annað sinn ásamt tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022–2025. Skýrslan var unnin af teymi í málefnum innflytjenda og flóttafólks á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í samvinnu við sérfræðinga á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar og skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála í félags- og vinnumarkaðsráðuneyti með aðkomu fjölda sérfræðinga annarra ráðuneyta, innflytjendaráðs, stofnana og annarra aðila. Jafnframt var notast við gögn frá Hagstofu Íslands, niðurstöður rannsókna og upplýsingar frá stofnunum eins og Vinnumálastofnun, Fjölmenningarsetri, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Jafnréttisstofu. Skýrslan er í senn upplýsingarit um fjölmenningarsamfélagið Ísland og stefnumótunarskjal fyrir stjórnvöld.


Fylgiskjal.


Staða og þróun í málefnum innflytjenda.


www.althingi.is/altext/pdf/152/fylgiskjol/s1113-f_I.pdf