Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1135  —  569. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009 (framlenging bráðabirgðaákvæða).

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


    Í stað tölunnar „30“ í efnismálsgrein b-liðar 1. gr. komi: 35.

Greinargerð.

    Lagt er til að endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna haldist óbreyttar milli ára að því er snertir lítil og meðalstór fyrirtæki. Því breytist hlutfallstala í efnismálsgrein b-liðar 1. gr. úr 30% í 35%.