Ferill 726. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1171  —  726. mál.




Skýrsla


forsætisráðherra um undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda.



    Alþingi ályktaði hinn 12. júní 2021 að fela forsætisráðherra að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Nefndin var skipuð af forsætisráðherra 14. september sama ár. Verkefni hennar var að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda og leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum og fram á þennan dag. Nefndinni var jafnframt ætlað að greina kosti og galla við tvær rannsóknarleiðir, annars vegar rannsókn stjórnsýslunefndar á vegum Stjórnarráðsins og hins vegar rannsókn rannsóknarnefndar í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011. Þá skyldu settar fram tillögur um umfang formlegrar rannsóknar á aðbúnaði og meðferð framangreindra hópa á tilteknum stofnunum, um tímabilið sem slík rannsókn næði til og um rannsóknarspurningar. Í þingsályktuninni var kveðið á um að nefndin skyldi skila af sér eigi síðar en 1. desember 2021 en að beiðni nefndarinnar var henni veittur viðbótarfrestur.


Fylgiskjal.


Skýrsla um undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda.


www.althingi.is/altext/pdf/152/fylgiskjol/s1171-f_I.pdf