Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1270  —  416. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (BHar, BirgÞ, JFF, LRS, LE, KGaut).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir 3. málsl. 1. mgr. a-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilnefningu sýslumanns skal jafnframt þinglýst á viðkomandi fasteign, svo og breytingar á fyrirsvarsmönnum.
                  b.      Í stað orðanna „eða ef breyting verður á yfirráðum yfir honum á annan hátt en hugtakið yfirráð hefur hér sömu merkingu og í lögum um ársreikninga“ í 3. málsl. 1. mgr. d-liðar komi: eða ef yfirráð yfir honum, í skilningi laga um ársreikninga, breytast á annan hátt.
                  c.      Í stað orðanna „hins fyrrnefnda“ í 2. málsl. 2. mgr. d-liðar komi: ábúanda.
                  d.      Við 5. mgr. d-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um forkaupsrétt sameigenda gildir þó ekki 1. tölul. 31. gr., og heldur ekki tilvísun til sama töluliðar í 2. mgr. 31. gr.
     2.      Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í a-lið 4. gr., 2. og 3. mgr. g-liðar, i-lið og k-lið 5. gr. komi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „lögum um skráningu og mat fasteigna“ í 2. tölul. 2. mgr. c-liðar komi: lögum þessum.
                  b.      Í stað orðanna „notuð viðurkennd mælingatæki“ í 2. málsl. 4. mgr. e-liðar komi: notaðar viðurkenndar mælingaaðferðir.
                  c.      Í stað orðsins „þurrlendi“ í 1. mgr. f-liðar komi: land.
                  d.      Á eftir orðunum „skal beiðni hans“ í lokamálslið 1. mgr. g-liðar komi: um sáttaumleitan.
                  e.      Í stað orðsins „sáttavottorðs“ í 2. málsl. 1. mgr. i-liðar komi: vottorðs um sáttameðferð.
     4.      C-liður 11. gr. falli brott.
     5.      Á undan 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 2. mgr. 8. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal eigi greiða gjald fyrir þinglýsingu skv. 7. gr. a um fyrirsvar jarða í sameign samkvæmt jarðalögum, nr. 81/2004.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: 47. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

                  Heiti gatna, vega og torga.

                      Sveitarstjórnum er skylt að gefa öllum götum, vegum og torgum í sveitarfélagi heiti.
                  b.      Í stað orðanna „skráningu og mat fasteigna“ í b-lið komi: skráningu, merki og mat fasteigna.