Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 251  —  250. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um inn- og útskatt hótela og gistiheimila.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hverjar voru fjárhæðir inn- og útskatts hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra vegna mismunar, á árunum 2017 til og með 2021 og hvernig var skiptingin milli rekstrarkostnaðar og stofnkostnaðar?
     2.      Hver hefði inn- og útskattur hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra, verið sömu ár ef þjónusta hótela og gistiheimila hefði verið í almennu virðisaukaskattsþrepi?


Skriflegt svar óskast.