Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 270  —  269. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um fólk á flótta og stuðning sveitarfélaga.

Frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur.


     1.      Hver er opinber stefna ráðuneytisins í þjónustu við fólk á flótta?
     2.      Með hvaða hætti hafa stofnanir ríkisins óskað eftir samstarfi við sveitarfélög um móttöku fólks á flótta og hvernig hafa viðbrögð sveitarfélaganna verið?
     3.      Kemur til greina að sett verði lög að norrænni fyrirmynd til að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki á flótta?
     4.      Hvenær gerir ráðherra ráð fyrir því að búið verði að fjölga sveitarfélögum sem eru með samning um þjónustu við fólk á flótta?
     5.      Liggur fyrir aðgerðaáætlun hjá ráðuneytinu er varðar stuðning til sveitarfélaga sem taka á móti fólki á flótta? Ef hún er ekki þegar til, hvenær má áætla að von sé á slíkri áætlun?


Skriflegt svar óskast.