Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 286  —  283. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hversu mörg hótel, fjölbýlishús, íbúðir og herbergi hafa verið leigð handa umsækjendum um alþjóðlega vernd á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og sveitarfélögum.
     2.      Hver hefur verið kostnaður ríkisins mánuð hvern á yfirstandandi ári vegna leigu á búsetuúrræðum, öryggiseftirlits, umsjónar húsnæðis og kaupa og viðhalds á heimilistækjum og húsgögnum handa umsækjendum um alþjóðlega vernd?
     3.      Hver hefur verið meðalfjöldi fermetra á mann í þessum búsetuúrræðum mánuð hvern á yfirstandandi ári?


Skriflegt svar óskast.