Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 326  —  316. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um yfirráð yfir kvóta.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvaða félög/einstaklingar hafa yfirráð yfir kvóta? Óskað er sundurliðunar eftir fisktegund og þróun yfirráða undanfarin tíu ár.
     2.      Hvert er eignarhald í þeim félögum sem hafa yfirráð yfir kvóta? Óskað er eftir að tíu stærstu hluthafar hvers félags og eignarhlutur þeirra komi fram, ásamt lista yfir hverjir eru skráðir raunverulegir eigendur þessara félaga.
     3.      Hversu stórt er hlutfall af kvóta sem 50 stærstu eigendurnir (einstaklingar) fara með yfirráð yfir, þegar tekið er tillit til þess hverjir eru skráðir raunverulegir eigendur félaga sem hafa yfirráð yfir kvóta? Óskað er sundurliðunar eftir fisktegund.
     4.      Hvaða forsenda er fyrir því að skilgreiningin á tengdum aðilum í sjávarútvegi miðast við 50% eignarhlut þegar miðað er við 20% eignarhlut í öðrum greinum?


Skriflegt svar óskast.