Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 386  —  371. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkumál á Vestfjörðum.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hvernig hafa stjórnvöld fram til þessa fylgt eftir þingsályktun Alþingis nr. 26/148 frá 2018 um að Vestfirðir séu eitt þriggja svæða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu flutningskerfisins og að tryggja afhendingaröryggi raforku?
     2.      Hvaða tillögum í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum sem kom út í apríl sl. hefur ráðherra nú þegar hrint í framkvæmd? Hvaða tillögur telur ráðherra brýnast að ráðast í og ljúka? Hvenær er áætlað að þeim verði að fullu framfylgt?
     3.      Telur ráðherra það fýsilegt að lyfta friðlýsingarskilmálum friðlandsins í Vatnsfirði, eins og starfshópurinn leggur til, svo að hægt sé að taka Vatnsfjarðarvirkjun til umfjöllunar í áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun), eða öðru því regluverki sem Alþingi kann að ákveða varðandi mögulega virkjunarkosti?
     4.      Ef áform stjórnvalda um að treysta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum taka ekki til hagkvæmra og umhverfisvænna virkjunarkosta á Vestfjörðum, hvernig munu stjórnvöld þá tryggja fullnægjandi úrbætur á raforkumálum Vestfjarða?


Skriflegt svar óskast.