Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 510  —  137. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elísabetu Júlíusdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Engar umsagnir bárust um málið.
    Með frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 frá 29. apríl 2015 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði (ELTIF-reglugerðin). Með reglugerðinni er settur rammi um notkun heitanna „ELTIF“ og „evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir“ fyrir þá rekstraraðila sem kjósa að markaðssetja slíka sjóði. Um efni frumvarpsins og markmið þess að öðru leyti vísast til greinargerðar með því.
    Meiri hlutinn leggur til breytingu á 14. gr. þess efnis að ekki verði vísað til Fjármálaeftirlitsins sem stofnunar. Með lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, var fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans falið að fara með þau verkefni sem falin eru Fjármálaeftirlitinu í lögum. Fjármálaeftirlitið hefur því ekki stöðu stofnunar. Breytingin er tæknilegs eðlis og ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað orðsins „stofnuninni“ í 1. málsl. 2. mgr. og „stofnunin“ í 1. málsl. 4. mgr. 14. gr. komi: því; og: það.

    Jóhann Páll Jóhannsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. nóvember 2022.

Guðrún Hafsteinsdóttir,
form., frsm.
Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðjón R. Friðjónsson.
Guðbrandur Einarsson. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir. Daníel E. Arnarsson.