Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 544  —  464. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vinnu starfshóps um greiningu á útflutnings- og innflutningstölum.

Frá Högna Elfari Gylfasyni.


     1.      Hverjir eiga sæti í starfshópi sem ráðherra skipaði í febrúar 2021 til að greina misræmi milli magns í útflutningstölum úr viðskiptagagnagrunni Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands í sömu tollflokkum, sbr. kafla 4.2.1 í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá febrúar sl. um tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða?
     2.      Hve marga fundi hefur starfshópurinn haldið og hvenær fundaði hann síðast?
     3.      Færir starfshópurinn fundargerðir sem verða gerðar aðgengilegar?
     4.      Hefur starfshópurinn fundið haldbærar skýringar á því misræmi að árið 2021 voru flutt út frá ESB til Íslands (samkvæmt tölum Eurostat) 1.014 tonn af unnum kjötvörum (tollflokkur 1602) en inn til Íslands komu 462 tonn samkvæmt Hagstofu Íslands og á sama tíma voru flutt út frá ESB 202 tonn af mjólkur- og undanrennudufti til Íslands en samkvæmt skýrslum Hagstofu Íslands nam innflutningur 31 tonni?
     5.      Hvenær mun starfshópurinn ljúka störfum?
     6.      Hefur ráðuneytið nú þegar ráðist í úrbætur varðandi tollframkvæmd, sbr. ábendingar í fyrrnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, og hverjar eru þær þá helstar?


Skriflegt svar óskast.