Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 809  —  573. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016 (tilgreining ríkisaðila).

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Tilefni breytinganna er breytt flokkun ríkisaðila í lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, sbr. lög nr. 131/2021. Með frumvarpinu er lagt til að lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga endurspegli hina breyttu flokkun ríkisaðila.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. desember 2022.

Þórunn Sveinbjarnardóttir,
form., frsm.
Sigmar Guðmundsson. Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Hildur Sverrisdóttir. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Orri Páll Jóhannsson. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.