Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 880  —  2. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, ÁBG, ÁLÞ, DME, HHH, JPJ, OPJ).


     1.      Við XVII. kafla bætist þrjár nýjar greinar er verði 27., 28. og 30. gr., svohljóðandi:
             a. (27. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
                           a.      Í stað „17%“ í 1. tölul. kemur: 16,78%.
                          b.      Í stað „23,5%“ í 2. tölul. kemur: 23,28%.
                          c.      Í stað „31,8%“ í 3. tölul. kemur: 31,58%.
                          d.      Í stað „23,5%“ tvívegis í 4. tölul. kemur: 23,28%.
             b. (28. gr.)
                        Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
                      a.      Í stað orðanna „248.000 kr. með fyrsta barni en 295.000 kr. með hverju barni umfram eitt“ í 1. málsl. kemur: 310.000 kr.
                      b.      Í stað orðanna „börnum“ og „413.000 kr. með fyrsta barni en 423.000 kr. með hverju barni umfram eitt“ í 2. málsl. kemur: hverju barni; og: 460.000 kr.
                      c.      Í stað orðanna „sem hér segir:“ í 3. málsl. kemur: umfram 9.785.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.893.000 kr. hjá einstæðu foreldri.
                      d.      1. og 2. tölul. 3. málsl. falla brott.
                      e.      Á eftir 4. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skerðingarhlutfallið skal vera 5% með hverju barni.
                      f.      Í stað „148.000 kr.“, „4%“, „9.098.000 kr.“ og „4.549.000 kr.“ í 6. málsl. kemur: 130.000 kr.; 5%; 9.785.000 kr.; og: 4.893.000 kr.
            c. (30. gr.)
                    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal ákvarða og greiða barnabætur í fyrirframgreiðslu og við álagningu 2023 með eftirfarandi hætti:
                     Greiða skal tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan 18 ára aldurs á tekjuárinu sem árlega skulu nema 295.000 kr. Tekjutengdar barnabætur með hverju barni einstæðra foreldra skulu vera 440.000 kr. Barnabætur samkvæmt þessari málsgrein skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 9.500.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.750.000 kr. hjá einstæðu foreldri og skal skerðingarhlutfallið vera 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% með þremur börnum eða fleiri. Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Til viðbótar barnabótum samkvæmt þessari málsgrein skal greiða tekjutengdar barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu. Skulu þær árlega nema 138.000 kr. og skal skerðingarhlutfall þeirra vera 4% með hverju barni af tekjuskattsstofni umfram 9.500.000 kr. hjá hjónum og umfram 4.750.000 kr. hjá einstæðu foreldri.
     2.      Við bætist tveir nýir kaflar, XXVI. kafli, Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með einni nýrri grein, 64. gr., og XXVII. kafli, Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með þremur nýjum greinum, 65. gr., 66. gr. og 67. gr., svohljóðandi:
        a. (64. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
                      a.      Í stað „17%“ í a-lið kemur: 16,78%.
                      b.      Í stað „23,5%“ í b-lið kemur: 23,28%.
                      c.      Í stað „31,8%“ í c-lið kemur: 31,58%.
         b. (65. gr.)
                        Í stað „0,99%“ í 2. tölul. c-liðar 8. gr. a laganna kemur: 1,21%.
         c. (66. gr. )
                     Í stað „14,52%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,74%.
        d. (67. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði í 1. og 2. mgr. 24. gr. skal sveitarstjórn ákveða fyrir 30. desember 2022 hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á árinu 2023, sbr. 1. mgr. 23. gr., svo og 1. mgr. 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvörðun sveitarstjórnar skal sömuleiðis tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu eigi síðar en 30. desember 2022.
     3.      68. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023. Þó skal ákvæði a-liðar 31. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. mars 2023.
                      Ákvæði 15. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2023 vegna tekna ársins 2022. Ákvæði 27. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 vegna tekna ársins 2023.
                      Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 37. gr. og 60. gr. þegar gildi.