Ferill 675. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1045  —  675. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skattlagningu lífeyristekna.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvernig er skattlagningu á lífeyri háttað hér á landi samanborið við skattlagningu lífeyristekna annars staðar á Norðurlöndum og í Bretlandi og Hollandi?
     2.      Hvað aðgreinir skattlagningu lífeyris í þessum löndum?
     3.      Að hvaða leyti er lífeyrir skattfrjáls í þessum löndum, svo sem vegna persónuafsláttar eins og á Íslandi?
     4.      Hefur ráðherra í hyggju að endurskoða skattlagningu lífeyris á Íslandi? Ef já, hvernig þá? Ef ekki, hvaða röksemdir eru fyrir því að gera það ekki?


Skriflegt svar óskast.