Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1056  —  686. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar?
     2.      Er eitthvað í lögum, samningum við Isavia eða útboðsgögnum Isavia til verkkaupa sem stendur í vegi fyrir því að Strætó geti haft biðstöð nærri aðalinn- og útgöngum flugstöðvarinnar og auglýst þjónustu sína innan flugstöðvarinnar?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að bæta aðgengi strætisvagna að Keflavíkurflugvelli svo að almenningssamgöngur verði raunhæfari ferðamáti fyrir þá sem eiga erindi á flugvöllinn?
     4.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því að Vegagerðin eigi viðræður við Isavia um að koma upp strætisvagnastoppistöð almenningssamgangna nær flugstöðvarbyggingunni og ef svo er:
                  a.      hverju hafa þær viðræður skilað,
                  b.      hefur komið til greina að kaupa/leigja stæði nær flugstöðvarbyggingunni?


Skriflegt svar óskast.