Ferill 704. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1077  —  704. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur ráðherra ekki enn sett reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga eins og mælt er fyrir um í 34. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010?
     2.      Hver er staða endurskoðunar laga um greiðsluaðlögun einstaklinga sem kom fram í svari þáverandi ráðherra á þskj. 781 á 148. löggjafarþingi að hefði verið ákveðið að taka þráðinn upp við á ný eftir tafir vegna tíðra stjórnarskipta þar áður?
     3.      Hyggst ráðherra hafa samráð við hagsmunaaðila við endurskoðun laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og ef svo er, hverja?
     4.      Hversu margir hafa sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga frá og með árinu 2019 og hverjar hafa verið lyktir mála þeirra, sundurliðað eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað, hvort greiðsluaðlögun komst á eða ekki og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum?


Skriflegt svar óskast.