Ferill 713. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1088  —  713. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um búfjárbeit á friðuðu eða vernduðu landi.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvernig mun ráðherra stuðla að vernd friðaðs lands fyrir ágangi búfjár í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022, í máli nr. 11167/2021?
     2.      Hvað er ráðherra að gera til að tryggja að land sem nær ekki lágmarksviðmiðum um ástand vegna bágrar stöðu vistkerfa og jarðvegsrofs verði ekki fyrir eyðingu vegna sauðfjárbeitar, en talið er að 10–20% fjárstofnsins gangi á slíkum svæðum? Telur ráðherra nóg gert?


Skriflegt svar óskast.