Ferill 718. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1094  —  718. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um sanngirnisbætur.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Í þeim tilvikum þar sem ríkissjóður hefur greitt sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis á vistheimilum á vegum ríkisins, hvert var hlutfall útgreiddra bóta af heildarkostnaði við útgreiðslu þeirra, þ.e. kostnaði við stjórnsýslu, rannsóknir, málsmeðferð eða annað sem við á?
     2.      Hver er eftirfylgni með þolendum eftir að þeir hafa fengið greiddar sanngirnisbætur? Er þeim t.d. boðið upp á sálfræðiþjónustu eða áfallameðferð af hálfu ríkisins?
     3.      Hefur farið fram greining af hálfu ráðuneytisins á því hvernig er best að hlúa að þeim sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi á stofnunum á vegum ríkisins, þ.e. á því hvaða aðgerðir skila mestum árangri til hagsbóta fyrir þolendur? Hefur farið fram eftirfylgni eða mat á gagnsemi þeirra aðgerða sem nú þegar hafa verið framkvæmdar, þ.e. hvort þær hafi náð tilsettum árangri? Ef svo er, hverjar voru niðurstöður þess?


Skriflegt svar óskast.