Ferill 742. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1131  —  742. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðtíma vegna kynleiðréttingaraðgerða.

Frá Evu Dögg Davíðsdóttur.


     1.      Er ráðherra kunnugt um dæmi þess að einstaklingar sem bíða kynleiðréttingarferlis hljóti óviðunandi svör um biðtíma sem skarast á við 18. gr. laga um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, en þar er áréttuð sú skylda læknis að gefa sjúklingum sínum skýringar á því hvers vegna bið er eftir aðgerð eða annarri meðferð?
     2.      Kemur til greina af hálfu ráðherra að leita til annarra landa, til að mynda annarra Norðurlanda, til að stytta biðtíma vegna kynleiðréttingaraðgerða með beinum samningum við þjónustuveitendur, eins og dæmi eru um í annarri þjónustu Landspítala?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við löngum biðlistum vegna kynleiðréttingaraðgerða?
     4.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að leggja til að kynleiðréttingaraðgerðir verði skilgreindar sem lífsnauðsynlegar í lögum?


Skriflegt svar óskast.