Ferill 819. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1261  —  819. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um vaxtaákvarðanir Menntasjóðs námsmanna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Við hvað miðast vaxtaálag skv. 17. og 18. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020, sem sett er á þau vaxtakjör sem ríkissjóði bjóðast á markaði?
     2.      Hvers vegna eru vextirnir breytilegir í stað þess að miða bara við markaðsvexti þegar lán er tekið?
     3.      Telur ráðherra að það sé eðlilegt að námsmenn axli áhættu af þróun þeirra vaxtakjara sem ríkissjóði bjóðast?


Skriflegt svar óskast.