Ferill 850. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1315  —  850. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um aðild Íslands að kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða áhrif hafa skuldbindingar Íslands gagnvart NATO á möguleika landsins til að verða hluti af kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum?
     2.      Gætu einhverjar skuldbindingar Íslands gagnvart NATO hindrað að Ísland verði hluti af kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum? Ef svo er, hverjar eru þær skuldbindingar?
     3.      Hvert er álit ráðherra á þeirri skoðun að Ísland geti ekki orðið hluti af kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum vegna hernaðartengsla Íslands við Bandaríkin?
     4.      Er afstaða ráðherra í þessum atriðum sú sama og fram kom í svari við sambærilegri fyrirspurn á 104. löggjafarþingi (338. mál)? Ef ekki, er þess óskað að ráðherra geri grein fyrir því hvað valdi breyttri afstöðu stjórnvalda.


Skriflegt svar óskast.