Ferill 734. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1333  —  734. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um hjólaþjófnað.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hyggst ráðherra efla rannsóknir á hjólaþjófnaði í ljósi viðbragðsleysis lögreglu og vegna þess að dýrum hjólum er stolið æ oftar?
     2.      Hyggst ráðherra efla rannsóknir á hjólaþjófnaði í ljósi hvatningar til orkuskipta og markmiða ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum?


    Lögreglan hefur tiltekin lögbundin verkefni sem eru tilgreind í lögreglulögum, nr. 90/1996, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og ýmsum sérlögum. Meðal þeirra verkefna eru t.d. að halda uppi lögum og reglu, tryggja réttaröryggi borgaranna, stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstrun brota. Á síðustu árum hefur lögreglan fengið ýmsar viðbótarfjárheimildir til þess að styrkja starfsemi lögregluembættanna með margvíslegum hætti. Ríkisstjórnin og ráðherra hafa lagt áherslu á tiltekin mál innan lögreglunnar, t.a.m. styttri málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála og mönnun og menntun lögreglumanna, en að öðru leyti eftirlætur ráðherra lögreglunni að forgangsraða rannsóknarstarfsemi sinni með tilliti til fjármuna, mannafla og þarfa samfélagsins hverju sinni.