Ferill 879. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1375  —  879. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Á hvaða fjárlagaliði og undirliði dreifist kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd?
     2.      Hver voru útgjöld ríkissjóðs vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á ári hverju, árin 2017–2022, sundurgreint eftir viðeigandi fjárlagaliðum og undirliðum?
     3.      Hve mikið greiddi ríkissjóður einkaaðilum á ári hverju, árin 2017–2022, fyrir akstur umsækjenda um alþjóðlega vernd, hvort sem er í tengslum við afgreiðslu umsóknar um alþjóðlega vernd eða sem liður í þjónustu hins opinbera við umsækjendur um alþjóðlega vernd og hvað fékk hver einkaaðili mikið greitt vegna þessa á umræddu tímabili?


Skriflegt svar óskast.