Ferill 967. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1511  —  967. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um fræðastörf við Háskóla Íslands.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Heldur Háskóli Íslands skrá yfir þau fræðirit sem álitin eru alþjóðlega viðurkennd?
     2.      Heldur Háskóli Íslands skrá yfir hve margar vísindagreinar prófessorar við skólann hafa fengið birtar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum?
     3.      Hve margar vísindagreinar hafa prófessorar við Háskóla Íslands annars vegar og forsetar fræðasviða við Háskóla Íslands hins vegar fengið birtar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum? Svar óskast sundurliðað eftir fræðasviðum og höfundum.


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Með fyrirspurninni er reynt að afla upplýsinga um hvort á Íslandi sé til skrá sem gegnir svipuðu hlutverki og hið norska Register over vitenskapelige publiseringskanaler.