Ferill 1000. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1586  —  1000. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um fjármögnun og framkvæmd aðgerðaáætlunar gegn matarsóun.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hefur nauðsynlegt fjármagn vegna þeirra 24 aðgerða sem aðgerðaáætlun gegn matarsóun frá 2021 kveður á um verið tryggt?
     2.      Hver er uppfærð staða þeirra aðgerða sem ráðast átti í vegna aðgerðaáætlunar gegn matarsóun? Svar óskast sundurliðað eftir stöðu hverrar aðgerðar.
     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að heimila frekari nýtingu matvæla sem komin eru fram yfir síðasta söludag? Ef svo er, hvernig sér ráðherra fyrir sér að nýta mætti slíkar afurðir?
     4.      Mætti fjölga hagrænum hvötum til að sporna við matarsóun, svo sem með því að heimila frekari nýtingu matvæla sem komin eru fram yfir síðasta söludag?
     5.      Hvað líður reglubundnum mælingum á matarsóun og hverjar eru helstu niðurstöður þeirra mælinga? Telur ráðherra að markmið áætlunarinnar um að minnka matarsóun í allri virðiskeðjunni um 30% fyrir árið 2025 og 50% fyrir árið 2030 muni standast?


Skriflegt svar óskast.