Ferill 1029. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1638  —  1029. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um afplánun í fangelsi.

Frá Viðari Eggertssyni.


     1.      Hversu langur tími leið ár hvert 2016–2022 frá því að dómur um fangelsisrefsingu var kveðinn upp þar til dómþoli hóf afplánun?
     2.      Hversu margir fangar afplánuðu dóm í fangelsi ár hvert á sama bili?
     3.      Hversu margir þeirra glímdu við áfengis- eða vímuefnavanda?
     4.      Hversu margir þeirra glímdu við ofvirkni og athyglisbrest eða skyldar raskanir?
     5.      Hversu margir sálfræðingar, félagsráðgjafar, námsráðgjafar og sérfræðingar í meðferð við fíkn störfuðu í fangelsi ár hvert á sama bili og að framan greinir?


Skriflegt svar óskast.