Ferill 1064. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1748  —  1064. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um láglendisveg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvað líður vinnu við umhverfismat vegna lagningar láglendisvegar um Mýrdal og ganga í gegnum Reynisfjall? Hvenær er umhverfismatsins að vænta?
     2.      Hver er staðan á hönnuninni á þessum vegi og göngum og hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjist?
     3.      Liggur fyrir niðurstaða úr rannsóknum á berglögum í Reynisfjalli sem framkvæmdar voru með borunum?


Skriflegt svar óskast.