Ferill 1069. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1759  —  1069. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um stöðu einstæðra foreldra á endurhæfingarlífeyri.

Frá Vilborgu Kristínu Oddsdóttur.


     1.      Hversu margir foreldrar barna yngri en 18 ára hafa fengið samþykkta umsókn sína um örorkulífeyri eftir endurhæfingu undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir kyni, fjölda barna, því hversu stór hluti foreldra var einstæður og hversu stór hluti hafði áður sótt um örorkulífeyri.
     2.      Liggja fyrir upplýsingar um menntunarstig og atvinnuþátttöku þeirra foreldra sem fengið hafa umsókn sína um örorkulífeyri samþykkta eftir endurhæfingu undanfarin fimm ár?
     3.      Liggja fyrir upplýsingar um menntunarstig og atvinnuþátttöku þeirra sem hefur verið synjað um örorkulífeyri undanfarin fimm ár?
     4.      Hver er meðaltími fólks á endurhæfingarlífeyri?
     5.      Hefur verið gerð úttekt á því hvort þau sem fengið hafa endurhæfingu á skilgreindum starfsendurhæfingarstöðvum, t.d. Þraut, Janus, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar eða sambærilegum stöðum, séu líklegri til þess að ná starfsorku, samanborið við þau sem ganga í gegnum endurhæfingu ein en þó undir umsjá fagaðila og fá sjúkraþjálfun, líkamsrækt og eitt viðtal við sérfræðing í hverjum mánuði?


Skriflegt svar óskast.