Ferill 1008. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1819  —  1008. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um ráð, nefndir, stjórnir, starfshópa og stýrihópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað voru á árinu 2022 stofnaðar margar nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar sem heyra undir ráðuneytið og hver er áætlaður kostnaður vegna þeirra?

    Heilbrigðisráðherra skipaði árið 2022 tuttugu og fjórar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópa og starfshópa, þar af fjórar lögbundnar nefndir. Af þeim hefur fallið til kostnaður vegna þriggja nefnda árið 2022 eins og hér segir:
    1.275.613 kr. vegna tímabundið skipaðrar hæfnisnefndar til að meta umsóknir um embætti skrifstofustjóra, sbr. 3 tölul.
    1.390.781 kr. vegna starfshóps um framtíðarsýn húsnæðis geðþjónustu Landspítala, sbr. 10. tölul., sem skipaður var árið 2022 og lauk störfum 2023.
    26.040.000 kr. á ári á verðlagi ársins 2023 vegna skipunar stjórnar Landspítala.

Lögbundnar nefndir:
     1.      Notendaráð heilbrigðisþjónustu.
     2.      Teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.
     3.      Hæfnisnefnd til að meta umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu ráðuneytisstjóra.
     4.      Stjórn Landspítala.

Aðrar nefndir, starfshópar, vinnuhópar, stjórnir og ráð:
     5.      Starfshópur um leiðir til að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu.
     6.      Stýrihópur um þróun og stefnumótun um stafrænar lausnir og heilbrigðistæknilausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu.
     7.      Starfshópur um fyrirkomulag vegvísunar í heilbrigðiskerfinu.
     8.      Starfshópur um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.
     9.      Vinnuhópur sem falið er að endurskoða lög um geislavarnir, nr. 44/2002, í heild sinni.
     10.      Starfshópur um framtíðarsýn húsnæðis geðþjónustu á Landspítala.
     11.      Verkefnastjórn um innleiðingu verklags vegna liðskiptaaðgerða.
     12.      Starfshópur um aukna lyfjafræðilega þjónustu í apótekum, hvítbók og tillögur.
     13.      Endurhæfingarráð.
     14.      Viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu.
     15.      Vinnuhópur um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila.
     16.      Verkefnahópur um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu.
     17.      Starfshópur um útgáfu vottorða samkvæmt reglugerð á grundvelli 19. gr. laga nr. 34/2012.
     18.      Samráðshópur um sjúkraflug, samkvæmt tillögu starfshóps frá 2018, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi.
     19.      Samráðshópur til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til mögulegra breytinga á lögum um réttindi sjúklinga hvað viðkemur beitingu nauðungar á heilbrigðisstofnunum.
     20.      Starfshópur um endurskoðun refsiábyrgðar heilbrigðisstarfsfólks.
     21.      Samráðshópur um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2030.
     22.      Starfshópur um afglæpavæðingu neysluskammta.
     23.      Vinnuhópur um samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu.
     24.      Starfshópur til að greina mál yngri einstaklinga á hjúkrunarheimilum.