Ferill 879. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1992  —  879. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.


     1.      Á hvaða fjárlagaliði og undirliði dreifist kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd?
    Við breytingu á skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands í kjölfar alþingiskosninga 2021 þá fluttist málefnið um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd frá dómsmálaráðuneyti til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í upphafi árs 2022.
    Þegar þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd var á forræði dómsmálaráðuneytis fram til ársins 2022 þá bókaðist kostnaður vegna þjónustunnar á fjárlagaliðinn 06-399-101 Umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frá og með 2022 hefur kostnaðurinn bókast á fjárlagaliðinn 07-325-101 Umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er á forræði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.

     2.      Hver voru útgjöld ríkissjóðs vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á ári hverju, árin 2017–2022, sundurgreint eftir viðeigandi fjárlagaliðum og undirliðum?
    Til þess að geta svarað fyrirspurninni fullnægjandi þurfti að afla upplýsinga hjá dómsmálaráðuneyti vegna áranna 2017–2021. Hér er einungis tiltekinn kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki kostnaður við afgreiðslu umsókna (málsmeðferð) um alþjóðlega vernd. Afgreiðsla umsókna um vernd er á forræði dómsmálaráðuneytis.
    Sjá má útgjöld hvers árs á því tímabili sem spurt er um í eftirfarandi töflu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hve mikið greiddi ríkissjóður einkaaðilum á ári hverju, árin 2017–2022, fyrir akstur umsækjenda um alþjóðlega vernd, hvort sem er í tengslum við afgreiðslu umsóknar um alþjóðlega vernd eða sem liður í þjónustu hins opinbera við umsækjendur um alþjóðlega vernd og hvað fékk hver einkaaðili mikið greitt vegna þessa á umræddu tímabili?
    Til þess að geta svarað fyrirspurninni fullnægjandi þurfti að afla upplýsinga hjá dómsmálaráðuneyti vegna áranna 2017–2021.
    Sjá má útgjöld á því tímabili sem spurt er um í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.