Ferill 1101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2004  —  1101. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um framhaldsskóla.


     1.      Hvert var fjárframlag ríkisins á ári hverju síðustu fimm ár vegna hvers nemendaígildis á framhaldsskólastigi, sundurliðað eftir skólum?
    Reiknilíkan framhaldsskóla gegnir því hlutverki að skipta fé sem fjárveitingavaldið veitir til framhaldsskóla í samræmi við fagleg, fjárhagsleg eða pólitísk markmið. Reiknilíkanið er samansett úr fjórum eftirfarandi þáttum: námi og kennslu, þjónustuframlagi, öðrum framlögum til skóla og útskriftarframlagi. Við úthlutun til þessara þátta er tekið tillit til nemendafjölda, vals á námi nemenda, stærðar skóla, húsnæðis o.s.frv.
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjárframlag ríkisins á hverju ári samkvæmt fjárlögum hvers árs miðað við nemendaígildi hvers árs.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Endurskoðun reiknilíkans framhaldsskóla stendur yfir og hafa breytingar tekið gildi í áföngum. Gert er ráð fyrir að endurskoðun verði að fullu innleidd fjárlagaárið 2024.

     2.      Hvert var heildarfjárframlag ríkisins á ári hverju síðustu fimm ár til skóla sem bjóða upp á kennslu á framhaldsskólastigi, sundurliðað eftir skólum?
    Í eftirfarandi töflu er heildarfjárheimild skóla þar sem búið er að taka tillit til þeirra tekna sem skólinn ætlar að afla á árinu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver var heildarfjöldi nemendaígilda á framhaldsskólastigi á ári hverju síðustu fimm ár, sundurliðað eftir skólum?
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir nemendaígildi á framhaldsskólastigi síðustu fimm ár.
    Árið 2019 (1) er miðað við fjölda nemenda þremur vikum eftir upphaf annar og skilgreinist nemandi í fullu námi ef skráðar námseiningar eru 75% af fullu námi eða meira.
    Árin 2020–2023 (2) er miðað við fjölda nemenda þremur vikum eftir upphaf annar og skilgreinist nemandi í fullu námi í verðflokki 1, 2a, 2b, 3 og 11 ef skráðar 100% námseiningar eru að meðaltali 60 einingar eða fleiri, en í verðflokkum 4, 5, 6 og 7 ef skráðar námseiningar eru 80% af fullu námi. Nemendur í flokki 8, 9 og 10 eru skráðir miðað við hausatölu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.