Ferill 1186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2091  —  1186. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um samband rannsóknastofnana og ráðuneyta.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða rannsóknastofnanir innan veggja háskóla eru styrktar með reglulegum fjárframlögum frá ráðuneytum? Óskað er upplýsinga um ráðuneyti, stofnanir, upphæðir og hvaða skilyrðum fjárframlög eru bundin. Enn fremur er þess óskað að fram komi hvort viðkomandi samningar komi fram á yfirliti í fylgiriti með fjárlögum.
     2.      Hvaða rannsóknastofnunum innan veggja háskóla eru ráðuneyti aðilar að, t.d. með aðild að stjórn viðkomandi stofnunar? Óskað er upplýsinga um ráðuneyti, stofnanir og hvers eðlis samband ráðuneytis og stofnunar er.
     3.      Ef upplýsingar sem spurt er um í 1. og 2. tölul. liggja ekki fyrir, hver er afstaða ráðherra til þess að safna slíkum upplýsingum miðlægt innan Stjórnarráðsins?
     4.      Hvaða reglur gilda um fjárhagslega styrki eða beina aðild ráðuneyta að rannsóknastofnunum innan háskóla? Ef slíkar reglur eru ekki til, telur ráðherra ástæðu til að setja þær?


Skriflegt svar óskast.