Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 266  —  263. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um árekstra á gangbrautum og gangstéttum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir hafa fengið sekt á ári undanfarin fimm ár fyrir að keyra á vegfarendur á gangbraut annars vegar og gangstétt hins vegar?
     2.      Hversu margir hafa fengið annars konar refsingu á ári undanfarin fimm ár fyrir að keyra á vegfarendur á gangbraut annars vegar og gangstétt hins vegar?
     3.      Hversu mörg atvik hafa verið skráð á ári undanfarin fimm ár vegna árekstra bifreiða við vegfarendur á gangbraut annars vegar og gangstétt hins vegar?
     4.      Hvers konar farartæki áttu hlut að máli í árekstrum skv. 1.–3. tölul.?


Skriflegt svar óskast.