Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 283  —  280. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um heimild til færslu bókhalds í öðrum gjaldmiðlum en krónu.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu mörg einkafyrirtæki og einkafélög höfðu árið 2023 heimild hjá ársreikningaskrá skv. 7. gr. laga um ársreikninga til að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     2.      Hversu mörg opinber fyrirtæki og félög höfðu árið 2023 heimild hjá ársreikningaskrá skv. 7. gr. laga um ársreikninga til að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     3.      Hver var skipting þessara félaga og fyrirtækja milli atvinnugreina samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands?
     4.      Hvaða gjaldmiðlar voru notaðir í stað íslenskrar krónu?
     5.      Hversu mörg fyrirtæki sóttu um og hversu mörg fengu heimild til að færa bókhaldsbækur og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     6.      Á hvaða grundvelli höfðu þessi fyrirtæki og félög óskað eftir því að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli?


Skriflegt svar óskast.