Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 299  —  295. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um brot gegn áfengislögum.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hefur ráðherra, í ljósi þess að hann hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds skv. 19. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, brugðist við því formlega eða óformlega að áfengi sé selt í smásölu innan lands í vefverslunum einkaaðila þrátt fyrir einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011, sbr. 1. mgr. 10. gr. áfengislaga, nr. 75/1998? Ef svo er, þá hvernig? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     2.      Hefur ráðherra eða aðrir á vegum ráðuneytisins, í ljósi fyrrnefnds eftirlitsvalds skv. 19. gr. sakamálalaga, látið í ljós við lögreglu eða handhafa ákæruvalds þá skoðun að vefverslun með áfengi sé lögmæt og þar með ekki brot á áfengislögum?
     3.      Hafa stjórnvöldum borist kærur vegna meintra brota á áfengislögum, sem felast í netsölu áfengis, og ef svo er, er sakamálarannsókn í gangi vegna þeirra? Ef kærur hafa borist, á hvaða stigi er sakamálarannsóknin?
     4.      Er ráðherra sammála þeirri túlkun sem fram kemur í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 4. desember 2015, sem vísað var til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2503/2016, að öðrum en ÁTVR sé ekki heimilt að selja eða afhenda neytendum áfengi?


Skriflegt svar óskast.