Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 357  —  317. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um fjármagnstekjur umfram atvinnutekjur.


     1.      Hversu margir einstaklingar höfðu fjármagnstekjur umfram launatekjur og reiknað endurgjald á árunum 2013–2022, flokkað eftir eftirfarandi fjárhæðum samanlagðra launatekna og reiknaðs endurgjalds:
                  a.      engar launatekjur eða reiknað endurgjald,
                  b.      1–99.999 kr. á mánuði,
                  c.      100.000–499.999 kr. á mánuði,

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


                  d.      500.000–999.999 kr. á mánuði,
                  e.      1.000.000–2.499.999 kr. á mánuði,
                  f.      2.500.000 kr. eða meira á mánuði?


     2.      Hverjar voru upphæðir fjármagnstekna, greidds fjármagnstekjuskatts, launatekna eða reiknaðs endurgjalds og greidds tekjuskatts í sömu flokkum á árunum 2013–2022?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Launatekjur eru skilgreindar sem laun, hlunnindi, bifreiðastyrkur og dagpeningar að frádregnum kostnaði, reiknað endurgjald og hreinar tekjur af atvinnurekstri auk tekna erlendis og greiðslna frá alþjóðastofnunum. Fjármagnstekjur eru skilgreindar sem arður, vextir, söluhagnaður og leiga.
    Hópnum er skipt í tvo hópa, einhleypinga annars vegar og samskattað sambúðarfólk hins vegar, og síðan flokkað eftir fjárhæðarmörkum sem tilgreind eru í fyrirspurninni. Hjá samsköttuðum er miðað við samanlagðar tekjur hjóna og tvöföld fjárhæðarmörk. Allir framteljendur sem eru 16 ára og eldri eru taldir með. Í þýðinu er því stór hópur af ungmennum, öryrkjum og eldri borgurum sem eru ekki á vinnumarkaði.