Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 430  —  410. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk.

Frá Elvu Dögg Sigurðardóttur.


     1.      Eru verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk flokkuð eftir tegund eða eðli verkefna, til að mynda tækninýsköpun, markaðsnýsköpun eða samfélagslegri nýsköpun?
     2.      Ef svo er, hvers eðlis eru þau verkefni sem hafa sótt um nýsköpunarstyrk síðastliðin tíu ár?
     3.      Hvers eðlis eru þau verkefni sem hafa hlotið nýsköpunarstyrk á sama tímabili? Hvernig skiptist stuðningur milli flokka verkefna?
     4.      Hvers eðlis eru þau verkefni sem tekið hafa þátt í nýsköpunarhröðlum eða -keppnum?
     5.      Heldur ráðuneytið utan um árangur þeirra verkefna sem hafa sigrað í nýsköpunarkeppnum? Ef svo er, hvernig hefur þeim vegnað síðastliðin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða verkefnum er enn unnið að og hverjum ekki.
     6.      Hvaða verkefni hafa hlotið efstu þrjú sæti í nýsköpunarkeppnum síðastliðin tíu ár? Hvernig skiptast þau verkefni eftir flokkum?


Skriflegt svar óskast.