Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 433  —  413. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um gervihnattaleiðsögu.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hvað tefur útbreiðslu á EGNOS-leiðréttingu fyrir gervihnattaleiðsögu þannig að hún nái til alls landsins?
     2.      Telur ráðherra mögulegt að flýta samningum við Evrópusambandið þannig að full útbreiðsla náist fyrr en nú er áætlað?
     3.      Er samstarf við Grænlendinga um stækkun EGNOS-útbreiðslusvæðis raunhæft?
     4.      Hvernig gagnast fullur styrkur á EGNOS-leiðréttingu til umbóta á aðflugsferlum við flugvelli sem ekki hafa ILS-aðflugsbúnað núna?
     5.      Hver er staða áætlunar- og sjúkraflugvalla með tilliti til krafna um hæfisbundna flugleiðsögu við flugvelli sem njóta blindflugsferla sem taka eiga gildi 25. janúar 2024 samkvæmt framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1048?
     6.      Hver er staða RNP AR og A-RNP-flugferla við Akureyrarflugvöll vegna aðflugs úr suðri sem Isavia hefur skoðað alllengi?


Skriflegt svar óskast.