Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 747  —  183. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (hagkvæmar íbúðir).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Í stað tölunnar „25“ í 1. efnismálsl. 1. gr. komi: 40.

Greinargerð.

    Lagt er til að skýrt sé að sveitarfélög geti miðað við hærri hlutfallstölu þegar gerð eru skilyrði um tiltekið hlutfall hagkvæms húsnæðis við gerð deiliskipulags. Þannig leiki enginn vafi á því að sveitarfélög sem vilja sýna meiri metnað í uppbyggingu hagkvæms húsnæðis hafi heimild til þess.